fbpx
Sigurbjorg vefur

Góður sigur gegn Val í Olísdeild kvenna

ragnheidur-gegn-haukumStelpurnar okkar í handboltanum mættu Val að Hlíðarenda í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik.  Ekki margir mættir held að ég hafi talið 55 manns, sennilega 30 frá FRAM sem er glæsilegt.  Sennilega ómögulegur leiktími og landsleikur í fótbolta á sama tíma, geri aðrir valsmenn betur.
Við byrjuðum leikinn hrikalega illa, varnarleikur okkar slakur, markvarslan slök og sóknarleikurinn algjörlega máttlaus eins og allur okkar leikur til að byrja með. Við hreinlega ekki mættar til leiks.  Staðan eftir 10 mín. 5-1.  Við vöknuðum þó eftir fína ræðu Stefáns og náðum að jafna leikinn eftir c.a 18. mín. 7-7. Og tókum frumkvæðið, vorum yfir 8-10 eftir 22 mín.  Spiluðum ekkert sérstaklega vel eftir það og vorum að gera mikið að vitleysum, staðan í hálfleik 11-12.
Ekki sérlega vel leikinn hálfleikur og margt sem hægt var að bæta.

Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, læstum varnarleiknum og þá gengur allt vel, bættum jafnt og þétt við mörkum, staðan eftir augnablik 11-14 og svo 11-17 eftir 40 mín.   Allt annað að sjá ákefðina í okkar varnarvinnu.  Við bættum svo heldur í vorum miklu betri og fórum í 11-19 þegar best lét.  Vorum svo klárlega betra liðið sem eftir lifði leiks og formsatriði að klára leikinn.  Það gerðist fátt merkilegt í þessum hálfleik, við kláruðum hann á fyrstu 15 mín. síðari hálfleiks, lokatölur í dag, 20-26 öruggur FRAM sigur.

Mér fannst vanta pín hressleika í okkar lið í dag, við vorum daufar lengi framan af  og það var enginn stemming í liðinu. Þurfum að hafa miklu meira gaman af því sem við erum að gera, við erum með gott lið í dag.  Frábær sigur engu að síður og ekkert yfir því að klaga, Ragnheiður flott í kvöld en ekki margir að sýna sitt besta.  Vel gert stelpur.
Næsti leikur er gegn Selfoss á heimavelli laugardaginn 1. apríl, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!