Strákarnir okkar í handboltanum mættu Akureyri í Olísdeildinn en leikið var í KA-heimilinu. Alltaf vinalegt að spila í þessu fornfræga húsi og ágæt stemming í bragganum en var í dag.
Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem hreinlega urðu að vinna ef ekki á að fara illa.
Leikurinn byrjaði frekar hægt og ljóst að liðin ætluð ekkert að sprengja þetta upp, hægur sóknarleikur og pínu klaufalegur. Staðan eftir 10 mín. 4-4. Leikurinn þróaðist þannig að við misstum frumkvæðið voru heldur að elta, klaufar sóknarlega og varnarlega ekki nógu þéttir. Staðan eftir 20 mín. 9-9. Svo kom vondur kafli þar sem lentum 3 mörkum undir 12-9 en náðum að vinna okkur vel út úr því. Fórum svo illa að ráði okkar undir lokin þar sem við hentum frá okkur tveimur góðum færum til að komast tveimur yfir en staðan í hálfleik 13-13. Áttum að gera betur í þessum hálfleik og ljóst að við þyrftum að gera betur ef við ætluðum að vinna leikinn. Það vantaði meiri geðveiki í mitt lið að mér fannst.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki nógu vel, varnarlega skelfilegir að mér fannst og létum reka okkur útaf fyrir bölvuð klaufa brot. Bara virkilega slakir varnarlega, en sóknarlega alveg þokkalegir, staðan eftir 40 mín. 19-18. Við vöknuðum svo loks varnarlega, Þorgeir stal tveimur boltum og reyf upp smá stemmingu í liðinu. Unnum nokkra bolta og komumst yfir í 20-21, en staðan eftir 50 mín. 22-23. Vorum að spila 7 í sókn sem gekk ágætlega og skilaði ágæum mörkum. Náðum svo áfram að spila ágæta vörn og settum tvö mörk í viðbót, 22-25 eftir 55 mín. Klikkuðum svo út dauðafæri, létum reka okkur útaf og klúðruðum boltanum sem var ferlega dýrt, þurfum að vera klókari í svona stöðu. Staðan 24-25 þegar 2 ½ mín. voru eftir, hrikaleg spenna í húsinu. Við náðum svo að klára þennan leik sem var algjörlega dásamlegt, þvílíkt mikilvægur sigur strákar. Lokatölur 26-27, tvo dýrmæt stig í hús.
Um leið og við fórum að spila vörn þá kom þetta, fram að því vorum við ekki líklegir til að vinna þennan leik, það er ekki hægt að vinna leiki án þess að spila vörn. Mér fannst Þorgeir kveikja aðeins í okkur og gaf tóninn, Þorgeir, Andri og Arnar Birkir voru góðir í dag, Viktor stóð sig vel og liðið fær prik fyrir að klára leikinn sem sýnir karakter. Glæsilegt strákar og góða ferð heim.
Þökkum Akureyri fyrir flotta útsendingu frá leikinum, frábært að geta séð svona leiki.
Næsti leikur er á miðvikudag á heimavelli gegn Aftureldingu, þar verða allir FRAMarar að mæta og styðja strákana, verðum að fá alla á leikinn.
ÁFRAM FRAM