fbpx
Deildarmeistarar 2017 vefur

FRAM Deildarmeistari í 3. fl. karla 2. deild

Deildarmeistarar 2017 3. fl.ka.Strákarnir okkar í 3. fl. karla í handbolta, urðu í dag Deildarmeistarar í 2. deild Íslandsmótsins í handbolta.

Strákarnir léku í dag sinn síðasta leik í deildinni og höfðu sigur í hörkuleik gegn Stjörnunni. Strákarnir voru reyndar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir þennan leik því engin lið áttu möguleika á að ná okkur að stigum.

Strákarnir léku 18 leiki í vetur, unnu 15 og töpuðu aðeins tveimur leikjum naumt. Þetta þýðir að strákarnir eru komnir í úrslitakeppni Íslandsmótisins og mun þar örugglega gera atlögu að stóra titlinum, Íslandsmeistaratitlinum í 3. fl. karla.

Það verður því spennandi að sjá hvernig við stöndum gegn 6 sterkustu liðum 1. deildar þegar úrslitakeppnin hefst eftir páska.
Til hamingju með Deildarmeistaratitilinn FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!