fbpx
arnar-birkir-gegn-grottu-vefur

Jafnt á heimavelli í háspennu handboltaleik

Davíðsson geng haukumStrákarnir okkar í handboltanum mættu Aftureldingu í Olísdeildinni í kvöld en leikið var í Safamýrinni.  Það var vel mætt á þennan leik sem kemur ekki á óvart þar sem þessi leikur var okkur gríðarlega mikilvægur. Allir okkar leikir mikilvægir um þessar mundir enda telur hvert stig í lokabaráttunni um sæti í deildinni og úrslitakeppninni.
Við byrjuðum leikinn alveg þokkalega, varnarlega ekki nógu þéttir og sóknarlega mjög þunglamalegir. Lítið skorað til að byrja með, við ekki að velja bestu möguleikana í stöðunni, staðan eftir 10 mín. 3-4. Við bættu okkur verulega sóknarlega, létum boltann ganga mun betur á milli manna og náðum að  hreyfa varnarmenn Aftureldingar sem skapaði okkur fín færi. Staðan eftir 20 mín. 9-9.  Við tókum svo frumkvæðið undir lok hálfleiksins og voru tveimur mörkum yfir í tvígang en staðan í hálfleik 17-16. Ekki hægt að segja að varnarleikur okkar hafi verið til fyrirmyndar í þessum hálfleik og ljóst að það þyrftum við að laga ef við ætluðum að vinna.
Síðari hálfleikur var svo kafla skiptur en við byrjuðum ágætlega, héldum frumkvæðinu í leiknum og vorum yfir þetta 1-2 mörk, staðan eftir 40 mín. 23-22.  Varnarlega ekki mikið að frétta því miður.  Við náðum aðeins að laga varnarleikinn sem gaf möguleika á því að bæta við og við vorum 3-4 mörk yfir næstu 10 mín. eða svo. Staðan eftir 50 mín. 29-26. Síðustu mínútur leiksins voru svo æðisgengnar fyrir margar sakir, flott mörk-markvörslur og mistök. Þvílík spenna og drama, ja hérna maður.  Við héldum frumkvæðinu til loka með gríðarlegri vinnu en fyrir ótrúlegan klaufaskap þá náðum við ekki að klára þennan leik.  Verðum að fara að hætta að gefa stig.  Lokatölur í kvöld 32-32.
Gríðalega mikilvægt að taka stig í kvöld, vinnusemi liðsins var til fyrirmyndar og allir fá klapp á bakið fyrir frammistöðuna. Við verðum hinsvegar að fara að læra að vinna leiki og ég er sannfærður um að liðið er ekki sátt við hvernig við kláruðum þennan leik. Það fer í reynslubankann, næsti leikur verður á þriðjudag á Seltjarnarnesi gegn Gróttu, þar þurfum við stig til að tryggja okkur sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins og ég er sannfærður um að strákarnir ætla að gera allt sem þeir geta til að komast í þá keppni. Vel gert strákar og sjáumst á nesinu.

ÁFRAM FRAM

Myndir úr leiknum koma hér á eftir http://frammyndir.123.is/pictures/

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!