Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta hefur valið 20 leikmenn til æfinga í Reykjavik 10 – 12. apríl næstkomandi. Leikmenn sem leika erlendis koma ekki til greina í þetta verkefni þar sem ekki er um alþjóðlega landsliðsviku að ræða.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga fjóra leikmenn í þessum æfingahópi Íslands en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Guðrún Ósk Maríasdóttir Fram
Hildur Þorgeirsdóttir Fram
Ragnheiður Júlíusdóttir Fram
Steinunn Björnsdóttir Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM