Það er Handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að geta tilkynnt það að deildin hefur gengið frá samningi við Þóreyju Rósu Stefánsdóttur.
Þórey Rósa er fædd í ágúst 1989. Þórey Rósa kom til liðs við Fram fyrir veturinn 2005 – 2006 frá ÍR. Hún lék með Fram frá 2005 til 2009 og á að baki tæpa 100 leiki með meistaraflokki Fram.
Eftir veturinn 2008 – 2009, þá hélt hún út til Hollands og lék þar með E&O Emmen til 2011. Hún lék síðan með VFL Oldenburg í Þýskalandi 2011 og hélt síðan til Danmerkur og lék með Team Tvis Holstebro til 2013. Síðan 2013 hefur hún leikið með Vipers Kristiansand í Noregi.
Þórey Rósa hefur leikið stórt hlutverk í þeim liðum sem hún hefur verið í og þá sérstaklega þegar hún var hjá Team Tvis Holstebro og síðan núna hjá Vipers. Hún var til að mynda einn besti maður liðsins í gærkvöldi þegar Vipers vann Larvik í norsku deildinni.
Þórey Rósa hefur átt fast sæti í landsliði Ísland undanfarin ár og hefur spilað 78 landsleiki og skorað í þeim 194 mörk (samkvæmt heimasíðu HSÍ).
Það er alltaf sérstaklega ánægjulegt þegar leikmenn snúa til baka úr atvinnumennsku og koma „heim“ í sitt gamla félag eftir frábæran feril erlendis.
Velkomin í Safamýrina Þórey Rósa