fbpx
Þórey Rósa vefur

Þórey Rósa semur við Fram

Þórey Rósa 2009Það er Handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að geta tilkynnt það að deildin hefur gengið frá samningi við Þóreyju Rósu Stefánsdóttur.

Þórey Rósa er fædd í ágúst 1989. Þórey Rósa kom til liðs við Fram fyrir veturinn 2005 – 2006 frá ÍR.  Hún lék með Fram frá 2005 til 2009 og á að baki tæpa 100 leiki með meistaraflokki Fram.

Eftir veturinn 2008 – 2009, þá hélt hún út til Hollands og lék þar með E&O Emmen til 2011.  Hún lék síðan með VFL Oldenburg í Þýskalandi 2011 og hélt síðan til Danmerkur og lék með Team Tvis Holstebro til 2013.  Síðan 2013 hefur hún leikið með Vipers Kristiansand í Noregi.
Þórey Rósa hefur leikið stórt hlutverk í þeim liðum sem hún hefur verið í og þá sérstaklega þegar hún var hjá Team Tvis Holstebro og síðan núna hjá Vipers.  Hún var til að mynda einn besti maður liðsins í gærkvöldi þegar Vipers vann Larvik í norsku deildinni.

Þórey Rósa hefur átt fast sæti í landsliði Ísland undanfarin ár og hefur spilað 78 landsleiki og skorað í þeim 194 mörk (samkvæmt heimasíðu HSÍ).

Það er alltaf sérstaklega ánægjulegt þegar leikmenn snúa til baka úr atvinnumennsku og koma „heim“ í sitt gamla félag eftir frábæran feril erlendis.

Velkomin í Safamýrina Þórey Rósa

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!