fbpx
vefur II

Glæsilegur súpufundur FRAM í dag

GóðVið FRAMarar héldum í dag sjötta  súpufund vetrarins. Mætingin í dag var gríðarlega góð en okkur telst til að það hafi verið 80  menn og konur sem gæddu sér á þessari líka fínu súpu. Svakalega góð súpa í dag sem var að þessu sinni elduð á staðnum, af sérstakri natni og fékk 10 í einkunn frá Pálma Bergmann.  Geri aðrir betur.
Þökkum Gurrý og Lúðvík fyrir súpuna í dag, hún var sérlega góð.

Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMara á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Ég verð bara að segja að þessir súpufundir eru gríðarlega vel heppnuð uppákoma.

Það er von okkar að sjá alla þá sem komu í dag og enn fleiri þegar við höldum næsta fund sem verður föstudaginn 28. apríl 2017.

Hvetjum alla FRAMara til að mæta og hjálpa okkur að láta fleiri vita af þessari velheppnuðu uppákomu. það má enn bæta við fólki og gaman að sjá enn fleiri í apríl.

Takk fyrir samveruna í dag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!