Það er Handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að geta tilkynnt það að Guðrún Ósk Maríasdóttir markmaður hefur gengið frá nýjum samningi við Fram.
Guðrún Ósk er fædd í mars 1989. Guðrún Ósk kom upphaflega til liðs við Fram fyrir veturinn 2011 – 2012 og lék með Fram tvo vetur. Eftir hlé frá handboltaiðkun og stutt stopp hjá FH þá kom hún til baka til Fram sumarið 2015.
Guðrún Ósk hefur átt sæti í landsliði Ísland undanfarin ár og hefur spilað 32 landsleiki og skorað í þeim 1 mark (samkvæmt heimasíðu HSÍ).
Guðrún Ósk efur verið einn besti markmaðurinn í OLÍS deildinni undanfarna vetur þannig að er mjög ánægjulegt að Guðrún Ósk muni standa vaktina í marki Fram allavega eitt ár enn.
Áfram Fram