fbpx
steinunn-gegn-selfoss-god-vefur

Öruggur sigur á Selfoss í Olísdeild kvenna

Ragnheiður gegn SelfossStelpurnar okkar í handboltanum mættu Selfoss á heimavelli í dag. Það var bara þokkalega mætt en oft verið meiri stemming í húsinu.  Ljóst að við ættum að vinna þennan leik og því kannski ekki mikil spenna í loftinu.
Við byrjuðum leikinn ágætlega, náðum strax frumkvæðinu og ljóst að við ætluðum ekki að gefa nein færi á okkur. Staðan eftir 10 mín. 4-2.  Leikurinn var svo jafn næstu 10 mín. eða svo, staðan eftir 20 mín. 9-8, Selfoss náði að jafna leikinn einu sinni á þessum kafla.  Við náðum svo að klára hálfleikinn, staðan í hálfleik 15-11.  Við ekki að spila neitt sérlega vel en ljóst að við þyrftum ekki mikið að bæta við til að klára þetta örugglega.
Það kom svo í síðari hálfleik, við bættum í smátt og smátt, gerðum mikið af auðveldum mörkum eftir góða varnarvinnu og markvörslu.  Staðan eftir 40 mín. 21-14. Það var svo saga þessa leiks, við bættum í og voru 10 mörk yfir á kafla, staðan eftir 50 mín. 28-19 og lokatölur í dag 32-23. V
Ekki margt um þennan leik að segja, gerðum 15 mörk eftir hröð upphlaup,  Ragnheiður setti 12 mörk, Steinunn 10  og Guðrún var með 22-23 bolta varða.  Frekar auðveldur og öruggur sigur.
Næsti leikur er eftir slétta viku gegn Stjörnunni gæti þó breyst, nánar um það síðar. Sjáumst á laugardag, það er úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.  Það verður eitthvað.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!