Stelpurnar okkar í fótboltanum FRAM/Afturelding léku við Álftanes í Lengjubikarnum í dag en leikið var að varmá. Þetta var annar leikur liðsins í mótinu en við unnum Sindra nokkuð örugglega um síðustu helgi.
Við byrjuðum vel í dag og settum mark strax á 2 mín. þegar Sigrún Gunndís Harðardóttir smellti knettinum í netið. Við bættum svo við marki rétt f. hálfleik en þar var að verki Amanda Mist Pálsdóttir eftir góð sókn. Staðan í hálfleik 2-0.
Síðari hálfleikur var heldur rólegri, við bættum við marki á 64 mín. þegar Sigrún Gunndís setti sitt annað mark og staðan 3-0. Þetta urðu lokatölur leiksins. Fínn leikur og góður heimasigur.
Næsti leikur verður gegn HK/Víkingi í Víkinn mánudaginn 10. apríl, endilega kíkið á það FRAMarar.
ÁFRAM FRAM/Afturelding