fbpx
Gauti gegn val vefur

Magnaður sigur á nesinu í Olísdeild karla, FRAMarar í úrslitakeppnina

arnar-birkir-gegn-grottuStrákarnir okkar í handboltanum léku gegn Gróttu í síðustu umferð Olísdeildar karla og var leikið á nesinu.  Það var vel mætt og bara fjör enda spenna í okkar hópi, okkar strákar harðir á því að ná sæti í úrslitakeppninni.
Leikurinn byrjaði af krafti, kannski full miklum krafti,  því mér fannst við kannski aðeins á undan sjálfum okkur og spiluð heldur skrautlega fyrstu 15 mín. leiksins.  Varnarlega vorum við alveg úti á þekju, markvarslan enginn  og sóknarlegar klaufar. Staðan eftir 15 mín. 10-6.  Þá kom bara fínn kafli hjá okkar skrákum, við náðum að loka vörninn og gerðum mörg góð mörk sem skilaði því að við jöfnuðum leikinn 9 mínútum síðar, staðan eftir 24 mín. 11-11.  Við vorum svo klaufar að vera ekki yfir í hálfleik, misstum boltann  í stöðunni 13-14 og 25 sek. eftir fyrir ranga skiptinu eftir leikhlé.  Staðan í hálfleik, 14-14.
Skrautlegur hálfleikur hjá okkar strákum sem fá hrós fyrir halda endalaust áfram en hefðu mátt vanda sig.
Síðari hálfleikur byrjaði svo ekki nógu vel, fórum illa með góð færi og hefðum átt að gera mun betur, fengum sannarlega færin til þess.  Varnarlega þokkalegir en staðan eftir 40 mín. 16-17.  Þá tók við ferlegur kafli þar sem við vorum sjálfum okkur vestir, fórum illa með góð færi og tókum mikið af vondum ákvörðunum sóknarlega.  Þetta þýddi að við fengum á okkur mikið af ódýrum mörkum og áður en við snérum okkur við, var staðan 22-19.  Andri fékk rautt fyrir klaufalegt brot og það er ekki gott að missa hann úr liðinu, mér fannst við missa aðeins hausinn þegar hann fauk útaf.  En magnað hvað þetta lið hefur sterkan karakter, við héldum áfram að berjast og djöflast, náðum að jafna leikinn í 24-24 þegar 4 mín voru eftir.  Hrikaleg spenna FRAM-meginn í húsinu.  Við kláruðum svo leikinn með ótrúlegri seiglu og unnun sigur 25-26.  Algjörlega magnaður sigur og bara ótrúlegt hvað við höfum spilað vel í vetur. Margir að spila vel, Gauti, Arnar Birkir og Andri flottir, Bjartur góður í dag og Daníel átti flottar vörslur sem reyndust mikilvægar.
Þetta þýðir að liðið endar í 6 sæti sem er hreint ótrúlegt og ég verð að hrósa þeim Guðmundi Helga og Hallgrími þjálfurum liðsins fyrir frábæra vinnu í vetur.  Liðið allt fæ líka hrós fyrir endalausa baráttu og dugnað í vetur, glæsilegt FRAMarar.
Næsti leikur verður á útivell í úrslitakeppninni gegn Haukum, það getur allt gerst núna, ný keppni og taumlaus gleði framundan.  Sjáumst á vellinum FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!