fbpx
Guðrún Ósk II vefur

Slæmt tap á heimavelli í Olísdeild kvenna

Ragnheiður gegn SelfossStelpurnar okkar í handboltanum mættu Stjörnunni í lokaumferð Íslandsmótsins í FRAMhúsinu í dag. Það var vel mætt í húsið eins og venjulega, okkar fólk mætir alltaf vel á kvennaleiki, samt meiri spenna í fólki en venjulega.  Bæði lið áttu möguleika á deildarmeistaratitlinum, við áttum tvö stig á Stjörnuna en Stjarnan þurfti að vinna með 5 mörkum eða meira til að taka titilinn frá okkur.
Við byrjuðum leikinn í dag mjög illa eins og við værum hreinlega ekki nógu vel undirbúnar, mikill hraði í leiknum og við ekki að ráða vel við það því miður. Spurning hvernig þjálfarinn setti þennan leik upp ? Varnarleikur okkar alveg skelfilegur, mikið af tæknifeilum og nýttum ekki færin.  Staðan eftir 10 mín. 2-6. Það breyttist lítið næstu 10 mín.  varnarlega á hælunum og gengum ekkert út í skyttur Stjörnunnar sem skoruðu að vild.  Staðan eftir 20 mín. 6-12.  Við náðum aðeins að bæta varnarleikinn en ekki mikið og getum sennilega þakkað Guðrúnu í markinu að staðan var ekki verri í hálfleik, staðan í hálfleik 9-14.
Fátt gott í þessum hálfleik nema að Guðrún var að verja ágætlega á köflum.  Algjörlega ljóst að við þyrftum að laga margt ef ekki ætti illa að fara.
Síðari hálfleikur byrjaði því miður ekki mikið betur, klaufar sóknarlega og varnarleikur okkar ekki góður.  Staðan eftir 40 mín. 12-19.  Útlitið því miður ekki gott.  Við náðum aðeins að laga varnarleikinn en áfram að spila frekar illa.  Staðan 19-23 eftir 50 mín.  Við fengum tækifæri til að minnka muninn í 3 mörk en náðum því ekki fyrir eigin klaufaskap og óðagot, ótrúlegt að jafn reynt lið nái ekki að höndla svona stöðu betur. Við náðum okkur bara ekki á strik í þessum leik og töpuðum leiknum 21-27.
Mjög svekkjandi að sjá liðið mæta svona til leiks, þetta var úrslitaleikur og við í góðri stöðu en náðum samt ekki að klára þennan leik sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkar þjálfara. Enginn að spila virkilega vel, Guðrún og Ragnheiður  ágætar  en aðrar voru undir pari í dag.
Það er ekkert við þessu að gera og nú hefst ný keppni þar sem allt er undir og þar er stóri titillinn í boði. Við þurfum að rífa okkur aðeins upp því ég veit að þetta lið getur miklu betur.  Upp með hausinn stelpur, þið getið allt sem þið viljið sjáumst í úrslitum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!