Stelpurnar okkar í fótboltanum mættu HK/Víkingi í deildarbikarnum í Víkinni í kvöld. Báðum liðum hefur gengið vel og voru taplaus fyrir leikinn í kvöld. Það var því ljóst að þetta yrði hörkuleikur og smá prófsteinn á stöðu okkar í dag, við að mæta nokkuð sterku liði.
Leikurinn í kvöld var bara ljómandi góður, við alls ekki með slakara lið en lá aðeins á okkur á köflum. Við fengum á okkur mark á 43 mín. og staðan í hálfleik 1-0. Hörkuleikur.
Við byrjuðum síðar hálfleikinn ekki alveg nógu vel og fengum á okkur annað mark á 56 mín. og ljóst að staðan var erfið. Við spiluðum það sem eftir var af leiknum alveg ágætlega en náðum því miður ekki að setja mark. Lokatölur í kvöld 2-0.
Næsti leikur er gegn ÍR á heimavelli í Mosó, laugardaginn 22. apríl. Endilega kíkja á þann leik.
ÁFRAM FRAM