fbpx

Tap gegn HK/Víkingi í deildarbikar kvenna

FRAM - Fjönir mfl.kv 021Stelpurnar okkar í fótboltanum mættu HK/Víkingi í deildarbikarnum í Víkinni í kvöld.  Báðum liðum hefur gengið vel og voru taplaus fyrir leikinn í kvöld.  Það var því ljóst að þetta yrði hörkuleikur og smá prófsteinn á stöðu okkar í dag, við að mæta nokkuð sterku liði.
Leikurinn í kvöld var bara ljómandi góður, við alls ekki með slakara lið en lá aðeins á okkur á köflum. Við fengum á okkur mark á 43 mín.  og staðan í hálfleik 1-0.  Hörkuleikur.
Við byrjuðum síðar hálfleikinn ekki alveg nógu vel og fengum á okkur annað mark á 56 mín. og ljóst að staðan var erfið.  Við spiluðum það sem eftir var af leiknum alveg ágætlega en náðum því miður ekki að setja mark.  Lokatölur í kvöld 2-0.
Næsti leikur er gegn ÍR á heimavelli í Mosó, laugardaginn 22. apríl. Endilega kíkja á þann leik.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!