Pistill frá fréttaritara FRAM og tek það fram að þetta er mín skoðun.
Ég verð að segja nokkur orð um Fimmeinn.is. Þeir hjá Fimmeinum hafa farið lagt yfir strikið í umfjöllun sinni um Arnar Birki á undanförnum dögum, tekið upp “frétt”, klippt videó, beint frá Haukum án þess að skoða málin sanngjarnt og taka upp önnur vafa atriði sem voru nokkur í leik Hauka og FRAM á sunnudag. Fimmeinn þarf að skoða hlutina af hlutlægni ef þeir ætlast til að við sem fylgjumst vel með handbolta tökum mark á þeim í framtíðinni.
Virkilega ómaklegt að setja fréttina upp þannig að Arnar sé eitthvað fól í handbolta sem hann er ekki. Arnar Birkir hefur algjörlega verið til fyrirmyndar í vetur og sennilega besti leikmaður deildarinnar. Það að þakka honum fyrir með þessum hætti er lúalegt og ósmekklegt í meira lagi.
Brotið undir lokin leit ekki vel út en hann sló engan, réðist ekki á neinn, hann einfaldlega fór með hendur á móti leikmanni sem kemur á fullri ferð, við það verður árekstur og fer hann leikmaðurinn auðvitað í gólfið með „stæl“.
Fyrir það fékk hann sína refsingu og við FRAMarar gerum ekki athugasemd við það, þannig eru reglurnar í dag.
Það að sýna einhverjar klippur þar sem menn rekast saman í handbolta og eru að senda boltann lýsir engum ásetningi og er ómaklegt enda klippt til og sent frá Haukum sem klipptu t.d ekki augljóst brot á Andra í fyrri hálfleik, var ekki ástæða til að sýna okkur það nánar ?
Það að Fimmeinn taki svona klippur og setji á vefinn hjá sér, óritskoðað án athugasemda er sérlega ósmekklegt og með þessari fyrirsögn „Sjáðu nokkur brot Arnars Birkis gegn Haukum“.
Hvað eru menn eiginlega að fara með þessu, óskiljanlegt og mér finnst að þeir eigi að biðja Arnar afsökunar á þessari frétt.
Fimmeinn hefur gert mikið fyrir handboltann á Íslandi en því miður er þetta mér ekki að skapi og hreinlega ljótt, mér er misboðið.
Fréttaritari