fbpx
Gauti gegn Haukum

Tap gegn Haukur í svakaleik í Safamýrinni

Jæja FRAMarar, það var gríðarleg spenna í FRAMhúsinu í kvöld þegar við mættum Haukum í leik tvö í 8 liða úrslitum Olísdeildar karla.  Við með góða stöðu eftir fyrri leikinn en smá laskaðir en Arnar Birkir ekki með í dag.  Það var gríðarlega vel mætt í húsið og bullandi stemming frá fyrstu mínutu til þeirrar síðustu. Hrikalega gaman að vera áhorfandi  í svona leikjum.
Við byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel, voru að fá færi en nýttum þau illa, það var smá skjálfti í okkur og við aðeins að flýta okkur um of.  Við vorum að skapa okkur bara ágæt færi en vorum pínu klaufar og við misstum þá strax fram úr okkur,náðum samt að koma okkur aftur inn í leikinn en staðan eftir 15 mín. 5-7.  Það koma aftur kafli þar sem við vorum ekki að nýta færin okkar og við að láta verja frá okkur í góðum færum.  Við náðum að klára háflleikinn mjög vel, gríðarlegur krafur í okkur undirlokin, staðan í hálfleik 11-14.  Það vantaði ekki mikið uppá hjá okkur í þessum hálfleik en hefðum þurft að nýta færin betur og það vantaði smá yfirvegun í okkar leik. Miðan við hvernig við klárum hálfleikinn var maður bara bjartsýn á að við færum að gera alveglega atlögu að þeim í þeim seinni.
Það gerðist því miður ekki og við lékum sennilega okkar slakasta kafla í þessum leik í byrjun seinni hálfeiks, það kom eitthvað hik á okkur og það gekk ekkert að skora. Þetta gerði útslagið að mínu mati. Staðan eftir 45 mín. 14-20.  Við vorum samt ekki hættir og rifum okkur upp, frábær karakter í leikmönnum eins og Þorgeiri og Gauta sem keyrðu leikinn í gang aftur, hrikalega flottir leikmenn sem við eigum.  Við gerðum fína atlögu að því að jafna leikinn og náðum að minnka muninn í 3 mörk en náðum því miður ekki lengra í  kvöld.  Lokatölur 24-28.
Margt gott í þessum leik, hrikaleg barátta í liðinu og við hættum aldrei.  Þorgeir og Gauti mjög góðir en allir að skila sínu og allir sem komu inn á völlinn í dag náðu að skora að ég held ? Hefðum þurft að fá fleiri bolta varða en Danni og Viktor flottir strákar.  Við söknuðum auðvitað Arnar Birkis í dag en fáum hann bara ennþá ferskari til leiks á laugardag.  Virkilega stoltur af okkar leikmönnum  og það verður spennandi að fylgjast með leiknum á laugardag. Það verður hreinn úrslitaleikur og ég lofa ykkur því að strákarnir munum gefa allt í þann leik.  Það má enginn með blátt blóð og FRAM hjarta missa að þeim leik og við verðum að fylla stúkuna og keyra strákana áfram.
Sjáumst í bláu að Ásvöllum á laugardag kl. 16:00 .

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!