Í hádeginu í dag var tilkynnt um val þjálfara í Olís-deild kvenna í handbolta á úrvalsliði ársins.
Við FRAMarar eru hrikalega stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessu flotta hópi leikmanna. Gaman að því að FRAM á felsta fulltrúa í þessum úrvalshópi ásamt Gróttu, en auk þess var Steinunn Björnsdóttir valinn besti varnarmaður deildarinnar. Við eigum sem sé þrenn verðlaun af átta.
Guðrún Ósk Maríasdóttir var valinn besti markmaður deildarinnar og Steinunn Björnsdóttir var valinn besti línumaðurinn auk þess sem hún var valinn besti varnarmaðurinn.
Markvörður: Guðrún Ósk Maríasdóttir FRAM
Línumaður: Steinunn Björnsdóttir FRAM
Besti varnarmaðurinn: Steinunn Björnsdóttir FRAM
Innilega til hamingju Guðrún Ósk og Steinunn.
ÁFRAM FRAM