Knattspyrnudeild Fram og Hlynur Örn Hlöðversson hafa náð samkomulagi um að Hlynur Örn leiki með Fram í Inkasso-deildinni í sumar.
Hlynur Örn, sem er 21.árs gamall markvörður, kemur að láni frá Breiðabliki. Hann á 6 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands, 5 fyrir U17 ára landsliðið og að auki verið í úrtakshópum Íslands U20.
Á síðustu leiktíð lék hann sem lánsmaður hjá Grindavík og 2015 var hann í láni hjá Tindastóli.
Knattspyrnudeild Fram býður Hlyn Örn velkomin í sterkan leikmannahóp liðsins fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar.
Knattspyrnudeild Fram