fbpx
Vefur Arnar B.

Tap á heimavelli í fyrsta leik í 4 liða úrslitum karla

Strákarnir hófu í kvöld  leik í 4 liða úrslitum Olísdeildarinnar, það var vel mætt og margir FRAMarar sem við höfum ekki séð lengi, kíktu við. Alltaf gaman að fá gamla FRAMara á svæðið. Ég var hæfilega bjargsýnn fyrir þennan leik, ljóst að við værum að fara að spila við gott lið sem hefur verið á uppleið eins og við.
Það kom því ekki alveg á óvart að við byrjuðum illa í dag, við vorum bara ekki alveg líkir sjálfum okkur eins og við héldum að það væri hægt að slaka eitthvað á og spila handbolta á 60-70% hraða. Strákar mínir það er einfaldlega ekki hægt.  Við vorum hreinlega teknir í bólinu og lékum afleitan sóknarleik fyrstu 20 mín. í dag og vorum komnir undir sjö mörk og útlitið bara ekki gott.  En Þá kom góður kafli og við náðum að breyta stöðunni út 5-12 í 12-14, allt annað að sjá til liðsins, við náðum sem sé að klára hálfleikinn þannig að við áttum enn séns, staðan í hálfleik 12-15.  Þrátt fyrir ferlega byrjun vorum við enn inni í leiknum en ljóst að við þyrftum að gera mun betur í síðari hálfleik.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel, ferlegt að vanda sig ekki meira, komnir 6 mörkum undir áður en við snéum okkur við. Staðan eftir 40 mín. 15-20.  Því miður fátt gott í okkar leik og enginn að gera neinar rósir. Við náðum bara rétt að halda í horfinu næstu 10 mín. sóknarleikurinn slakur og vörnin lítið skárri. Staðan eftir 50 mín. 17-23.  Leikurinn leystist svo upp í smá vitleysu undir lokin eins og við mátti búast, menn að taka allskonar sénsa, lokatölur í kvöld  23-31.
Við lékum þennan leik í heildina illa og vona að þessi leikur vekji okkur aðeins, það er ekki hægt að mæta með hálfum hug í úrslitaleiki, það fer bara illa.  Sóknarleikur okkar var hreinlega slakur í dag, margir að spila langt undir getu, mikið um klaufaskap og slæmar ákvarðanir. Þurfum að halda skipulaginu í sókn eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Varnarlega vorum við ekki góðir, vorum samt að ná að loka á þá á köflum en þá vantaði þetta extra til að klára varnirnar og fengum mikið af mörkum á okkur þegar þeir vorum komnir á síðasta séns, sem er grátlegt.  Þetta er hægt að laga með aga, meiri vinnusemi og baráttu.  Þeir tóku örugglega 6-7 fráköst, kannski meira, sem segir okkur að þeir vildu þetta meira en við. Það er oftast spurnig um baráttu sem ég sá ekki nógu mikið af í dag.  Viktor átti erfitt í dag og of margir boltar skiluðu sér ekki til okkar. Ekkert út á hann að setja í dag.
Það er ljóst að við getum ekki mætt aftur til leiks með þessum hætti, við getum gert mun betur og verðum að sýna okkar bestu hliðar á miðvikudag.  Þar þurfa menn að mæta tilbúnir og gefa allt sem þeir eiga ef ekki á illa að fara.  Upp með hausinn drengir og sjáumst tilbúnir að Hlíðarenda.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0