fbpx
Guðrún vefur

Magnaður sigur FRAM kvenna í dag

Stelpurnar okkar í handboltanum, hófu leik í 4 liða úrslitum í FRAMhúsinu í dag, það var flott mæting eins og venjulega, okkar tryggu stuðningsmenn frábærir í dag.  Alltaf spenna að byrja í úrslitum og sjá stöðuna á liðinu, þetta er nýtt mót.
Við byrjuðum leikinn í dag afleitlega, við kannski þokkalegar í vörn til að byrja með en sóknarleikurinn skelfilegur, fengum samt sem áður nokkur góð færi en nýttu þau ekki. Staðan eftir 10 mín. 2-5. Það gekk lítið hjá okkur framan af þessum hálfleik, vorum hreinlega slakar og ótrúlegt fát á okkar stelpum. Staðan eftir 20 mín. 5-8.  Við vorum kannski heppnar að vera ekki meira undir í hálfleik því það gekk fátt upp, staðan í hálfleik 8-11.
Ljóst að við þyrftum að gera betur og liðið að stíga upp, allar með tölu.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki betur og við hreinlega að leika illa, staðan eftir 40 mín. 12-15. Það var einhver doði yfir liðinu, klaufagangur í okkar leik á báðum endum vallarins.  En það er karakter í okkar stelpum og smátt og smátt náðum við að laga okkar leik, varnarleikurinn batnaði mjög eftir svona 8 mín. í síðari hálfleik og Guðrún fór að verja. Það skilaði góðum mörkum ásamt því að Ragnheiður fór loks að skora. Við náðum að jafna leikinn eftir c.a 45 mín. 16-16, fórum eitt yfir en leikurinn jafn og spennandi. Staðan eftir 50 mín. 18-19.  Við spiluðum góða vörn það sem eftir lifði leiks og Guðrún var góð í markinu.  Við vorum að fara illa með góð færi en sóknarlega vorum við nokkuð frískar. Áttum möguleika á því að skora úr síðustu sókn leiksins en sérstakur dómur eyðilagði þá sókn og leiktíminn rann út.  Við fengum þó aukakast sem Ragnheiður tók og „hammmmraði“ knöttinn í netið, eins marks sigur 23-22, staðreynd. Algjörlega magnað að klára þennan leik með þessum hætti.
Við sem sé stálum þessum sigri í dag, Ragnheiður fékk smá uppreisn æru því hún átti erfitt lengi vel í dag en hún hættir aldrei og það er hennar kostur, vel gert.  Hrikalega mikilvægur sigur og gott að taka strax frumkvæðið í þessari úrslita rimmu.  Það er samt ljóst að við þurfum að spila betur í næstu leikjum, þurfum að mæta mun betur stemmdar til leiks og gera betur sérstaklega sóknarlega.  Guðrún var góð í dag þá sérstaklega í síðari hálfleik.  Næsti leikur er strax á sunnudag að Ásvöllum, hvet FRAMarar til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar okkar.

ÁFRAM FRAM

Kíkið á fullt af myndum úr leiknum og leiknum í gær á myndasíðu Jóa Kristins http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!