fbpx
Sigurbjörg haukar vefur

Hörku sigur að Ásvöllum í Olísdeild kvenna

Stelpurnar okkar mættu Haukum í öðrum leik liðanna í 4 liða úrslitum að Ásvöllum í dag.  Það var ágætlega mætt og góður stuðningur á pöllunum.
Leikurinn í dag byrjaði vel, mér fannst gott spennustig á liðinu og við litum ágætlega út.  Tökum strax frumkvæðið og vorum yfir 4-7 eftir 15 mín.  Hefðum getað nýtt færin mun betur en varnarlega vorum við bara fínar.  Guðrún góð á þessum kafla. Við vorum yfir allan hálfleikinn en vorum að fara illa með mörg góð tækifæri og hefðum getað verið vel yfir eftir 30 mín. en fórum dálítið illa að ráði okkar. Staðan í hálfleik 10-11.  Ágætur hálfleikur en áttum að gera betur, fengum mörg færi til þess.
Síðari hálfleikur byrjaði vel, við samt enn að klikka úr góðum færum, staðan 13-15 eftir 40 mín.  Vörnin hjá okkur að standa vel en pínu klaufar sóknarlega.  Mér fannst við geta gert betur.  Við náðum bara ekki að laga sóknarleikinn sem gekk ekki nógu vel, það var einhver klaufagangur á okkur. Staðan eftir 50 mín. 16-18. Leikurinn var svo jafn það sem eftir lifði.  Nánast jafnt á öllum tölum þó við hefðum frumkvæðið, leikurinn jafn þegar 2 mín. voru eftir, mögnuð spenna. Við settum svo síðasta markið í þessum leik og það dugði til sigurs í dag.  Lokatölur 19-20 þvílíkur sigur.
Þetta var sannkallaður vinnu sigur, við ekki að spila okkar besta leik og enginn að spila virkilega vel sóknarlega.  Allir okkar leikmenn geta gert betur.  Við vorum samt með þennan leik í okkar höndum allan leikinn, varnarleikurinn góður og Steinunn gríðarlega sterk í vörninni.   Guðrún átti góðan dag í markinu og varði vel.   Vel gert stelpur og við bíðum spennt eftir næsta leik sem verður  á þriðjudag í FRAMhúsi. Sjáumst.

ÁFRAM FRAM
http://frammyndir.123.is/pictures/    Myndir úr leiknum

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!