Við FRAMarar héldum í dag sjöunda súpufund vetrarins. Mæting í dag var góð en okkur telst til að mættir í dag hafi verið rúmlega 70 manns. Súpan sérstaklega góð og matarmikil, þökkum við Gurrý, Jóhönnu og Sigga fyrir aðstoðina.
Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMara á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Ég verð bara að segja að þessir súpufundir eru gríðarlega vel heppnuð uppákoma.
Það er von okkar að sjá alla þá sem komu í dag og enn fleiri þegar við höldum næsta fund sem verður föstudaginn 26. maí 2017. Það verður síðasti súpufundur okkar að sinni, við ætlum að taka okkur sumarfrí í súpunni en munum taka upp þráðinn í haust.
Hvetjum alla FRAMara til að mæta og hjálpa okkur að láta fleiri vita af þessari velheppnuðu uppákomu. það má enn bæta við fólki og gaman að sjá enn fleiri í maí.
Takk fyrir samveruna í dag.
ÁFRAM FRAM