fbpx
Viktor gegn val I vefur

Tap á heimavelli, flottu tímabili lokið hjá strákunum okkar

Strákarnir okkar í handboltanum  mættu Val í þriðjaleik 4 liða úrslita Olísdeildarinnar í kvöld. Það var að duga eða drepast því við vorum búnir að tapa fyrstu tveimur leikjunum.  Við alls ekki verið tilbúnir í þetta verkefni fram að þessu leik og því spennandi að sjá hvað við ætluðum að bjóða uppá í kvöld.  Það var þokkalega mætt en ekkert meira en það, hefði viljað sjá fullt hús.
Leikurinn í kvöld byrjaði ekki nógu vel, við enn að spila illa sóknarlega ásamt því að gera mikið af mistökum, við ekki líkir sjálfum okkur því miður. Staðan eftir 11. mín 2-4.  Við náðum að standa vörnina þokkalega og það kom aðeins meira flæði á sóknarleikinn ásamt því að við unnum nokkra bolta í vörn sem skilaði mörkum.  Staðan eftir 20 mín. 6-7, við enn að gera mikið af misstökum.
Við náðum svo að komast yfir eftir c.a 24 mín. en náðum ekki að fylgja því eftir, staðan í hálfleik 11-11. Við gerðum alltof mikið að misstökum í þessum hálfleik, við örugglega með 10-12 bolta tapaða sem gengur ekki.  Viktor að verja vel en hann var með 3-4 tapaða bolta sem var mjög dýrt.  Liðið að berjast vel sem var gaman að sjá og spenna fyrir síðari hálfleik.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn þokkalega,samt enn að gera mikið af misstökum.  Sóknarlega ekki að spila vel, það vantaði allt flæði í leikinn og við að taka vondar ákvarðanir.  Staðan eftir 40 mín. 14-15.  Varnarlega vorum við að standa vel gegn uppstylltri sókn.
Við misstum svo þennan leik úr okkar höndum, gerðum mikið af mistökum sóknarlega og fengum  mikið af auðveldum mörkum á okkur.  Sóknarlega ekkert að gerast.  Staðan eftir 50 mín. 17-23.  Það má segja að við höfum tapað þessu leik á þessum kafla, við náðum ekki að ógna Valsmönnum að neinu marki eftir þetta og lokatölur í þessum leik, 21-31.
Við náðum aldrei að sýna okkar rétta andlit í þessum undanúrslitum, of margir leikmenn sem ekki náðum að sýna sitt besta og einhver doðið yfir  öllum okkar leik.  Leiðinlegt að enda þetta svona en liðið að náði frábærum árangri í vetur og veturinn búinn að vera mjög skemmtilegur. Ég vill þakka strákunum fyrir frábæra skemmtun í vetur, þið voruð frábærir og ég er stoltur af ykkur drengir.

Takk fyrir veturinn strákar,  ÁFRAM FRAM.

Jói tók mikið af myndum sem hægt verður að sjá hérna á eftir http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!