Stelpurnar okkar mættu Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitum Olísdeildarinnar en leikið var á okkar heimavelli. Það var þokkalega mætt en hefði viljað sjá meira fólk á úrslitaleik. Gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að vinna á heimavelli og taka afgerandi forrustu í einvíginu.
Leikurinn byrjaði frekar rólega við að gera full mikið af tæknifeilum, varnarlega að standa vel en klaufar sóknarlega. Staðan eftir 10 mín. 3-4.
Við vorum lengi að koma okkur inn í þennan leik af einhverju viti, náðum ekki að jafna fyrr en 21 mín. 8-8, tókum svo frumkvæðið en misstum það aftur. Leikurinn gríðarlega jafn og mikil barátta í báðum liðum, staðan í hálfleik 13-13. Við vorum svo sem ekki að spila neitt illa en vantaði pínu meiri grimmd í okkur að mér fannst, hörku handboltaleikur og ljóst að þetta yrði barátta fram á síðustu mínútu.
Við byrjuðum þann síðari vel, fínn kraftur í okkar stelpum en í smá vandræðum sóknarlega. Varnarlega fínar og Guðrún hress í markinu. Staðan eftir 40 mín. 17-15. Við samt að gera mikið af tæknifeilum á þessum kafla og hefðum átt að gera betur þar. Leikurinn var svo í járnum, varnarleikur okkar flottur, Hildur með flottan leik og það sem gladdi mig mikið var að Sigurbjörg fór að skjóta og það vel. Staðan eftir 50 mín. 21-18. Margt gott í okkar leik, við heldum áfram að bæta við mörkum og komnar með leikinn í okkar hendur. 23-19 eftir 55 mín. Það er samt þannig í úrslitaleikjum að þeir eru ekki búnir fyrr en tíminn er úti. Við gerðum okkur þetta full erfitt en náðum að landa frábærum sigri 25-22. Hrikalega flottur sigur, Hildur og Sigurbjörg öxluðu ábyrgð og voru frábærar í síðari hálfleik. Varnarlega vorum við góðar allan leikinn, Guðrún fín í markin og sóknarlega vorum við fínar í síðari hálfleik. Nú erum við komnar í góða stöðu í einvíginu en þurfum að klára verkefnið með einum sigri í viðbót. Glæsileg frammistaða okkar stúlkan á heimavelli í dag.
Næsti leikur er svo á sunnudag en þar getum við klárað verkefnið, sjáumst í Mýrinni á sunnudag kl. 16:00. Það má enginn FRAMari missa af þeim leik. Dollan gæti farið á loft.
ÁFRAM FRAM
Það koma fullt af flottum myndum inn á vefinn hjá Jóa á eftir http://frammyndir.123.is/pictures/