fbpx
fram-o-fjardabyggd-vefur

Framherjakortin afhent á Laugardalsvelli og hvernig gerist ég FRAMherji

Kæru FRAMarar

Við viljum minna á fyrsta heimaleik ársins í fótboltanum föstudaginn 12. maí kl. 19.15 – leikið er á Laugardalsvelli á móti Haukum sem unnu Þrótt í fyrsta leik.

Á þessum tímamótum viljum við minna alla stuðningsmenn á Framherja klúbbinn, fjöldi manns greiðir mánaðarlega fjárhæð sem rennur til rekstrar afrekshóps félagsins. Þessi stuðningur skiptir sköpum í rekstri og gerir allt starfið stöðugra.

Með því að kaupa aðild að klúbbnum styðjum við félagið með mánaðarlegum greiðslum en fáið  í staðinn árskot á alla heimaleiki Knd. FRAM í sumar ásamt því að FRAMherjum er boðið uppá kaffi í hálfleik og skemmtilegt spjall við vini og félaga.

Félagsaðild

 • BRONSKORT kr. 1.500.- pr. mánuð
  Heimaleikjakort fyrir 1 og kaffi í hálfleik. Gildir á alla heimaleiki.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 17.000.-
 • SILFURKORT kr. 2.500.- pr. Mánuð
  Heimaleikjakort fyrir 2 og kaffi í hálfleik.
  Gildir á alla heimaleiki. Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 28.000.-
 • GULLKORT kr. 3.500.- pr. mánuð
  Heimaleikjakort fyrir 3 og kaffi í hálfleik.
  Gildir á alla heimaleiki. Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 40.000.-

Hvert tímabil er frá sept. til ágúst ári síðar og endurnýjast aðildin í eitt ár í senn nema henni sé sagt upp fyrir lok hvers tímabils.

Ársmiðar til FRAMherja verða afhentir fyrir fyrsta heimaleik FRAM gegn Haukum  á Laugardalsvelli og alla virka daga í íþróttahúsi FRAM á skrifstofum tíma.

Stuðningur ykkar er okkur mikilvægur.

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email