fbpx
Íslandsmeistarar 2017 vefur

2. flokkur karla Íslandsmeistarar 2017

Strákarnir okkar í 2. flokki karla  léku í dag til úrslita á Íslandsmótinu handbolta, leikið var gegn Víkingi í Fylkishöll.  Það var vel mætt af fólki enda margir sem vildu sjá hvort strákunum tækist ekki að fullkomna þrennuna í dag, bikarmeistarar, deildarmeistarar og bæta svo við sjálfum Íslandsmeistaratitlinum  í dag.

Það leit nú ekki út fyrir það að við myndum ná í titil í dag, við mættum ekki til leiks og vorum að spila eins og smá krakkar. Staðan eftir 8 mín. 0-5. Við bættum okkur svo smátt og smátt í, en vorum ekki að spila vel. Varnarlega vorum við slappir en bættum okkur sóknarlega þegar á hálfleikinn leið. Staðan 11-15 í hálfleik.
Bara ekki vel spilaður hálfleikur,  ljóst að við ættum mikið inni en ljóst að við þyrftum að sýna eitthvað af því ef ekki ætti illa að fara.
Við mættum svo tilbúnir eftir hlé, múruðum upp í vörnina og Viktor kom í markið, þetta breytti öllu því við vorum komnir yfir eftir 40 mín. 17-16. Allt annað að sjá til liðsins.  Við tókum 8-1 kafla í byrjun síðari hálfleiks.  Við leiddum svo leikinn eftir það  með þetta 2-3 mörkum og lönduðum loks nokkuð öruggum sigri, lokatölur í dag 25-22.
Glæsilegur sigur hjá strákunum og liðið fullkomnaði þar með þrennuna miklu, Deildar-Bikar og Íslandsmeistarar í handbolta 2017.  Til hamingju FRAMarar.
Ragnar Þór Kjartansson var valinn maður leiksins sem var sannarlega veðskuldað því drengurinn spilaði  vel í dag. Það voru margir sem lögðu í púkkið í dag og það er það sem skiptir máli.
Markaskorarar Fram í dag.
Ragnar Kjartansson 7, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 6, Davíð Reynisson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Svanur Vilhjálmsson 2, Róbert Guðmundsson 2, Guðjón Jónsson 2, Viktor Gísli Hallgrímsson 1.

Þjálfari flokksins er Hallgrímur Jónasson og honum til aðstoðar Guðmundur Helgi Pálsson.

Til hamingju FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!