Bjarni Fritzson þjálfari U-19 ára landsliðs karla hefur valið hóp til æfinga helgina 19 – 21. maí í Austurbergi. Þetta er fyrsti hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM í Georgíu sem fram fer í ágúst.
Við FRAMarar eigum einn fulltrúa í þessu hópi en Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn frá FRAM að þessu sinni.
Viktor Gísli Hallgrímsson Fram
Gangi þér vel Viktor
ÁFRAM FRAM