fbpx
vefur

FRAM konur Íslandameistarar 2017

Það var bullandi stemming í FRAMhúsinu í dag þegar við mættum Stjörnunni í 4 leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna.  Það var vel mætt og strax fínn kraftur í okkar fólki sem studdi stelpurnar frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.  FRAMarar þið eruð búinn að vera algjörlega frábærir stuðningsmenn í vetur. Þúsund þakkir fyrir allt, þið eruð flottastir.
Leikurinn byrjaði því miður ekki alveg nógu vel, við eitthvað að klaufast og ég hélt á kafla að við værum að taka enn eina skelfinguna í byrjun leiks, staðan eftir 5 mín 1-4.  En við tókum við okkur og það var kraftur í okkar liði sem var búið að jafna leikinn á 7 mín.  Staðan eftir 10 mín 5-5.  Við tókum þarna frumkvæðið í leiknum og leiddum til hálfleiks með þetta 1-3 mörkum. Vorum klaufar að vera ekki meira yfir því við vorum að vandræðast sóknarlega og gera óþarfa misstök.  Staðan í hálfleik 15-12.
Smá reikistefna með mark sem Stjarnan skoraði undir blá lokin en ég stóð algjörlega í línu við atvikið og tíminn var búinn áður en boltinn söng í netinu, grátlegt en ekki mark.
Við byrjuðum síðar hálfleikinn nokkuð vel, héldum 3 marka forrustu en vorum samt að gera töluvert af misstökum, staðan eftir 40 mín. 18-15 og 24-21 eftir 51 mín.  Síðustu mínútur leiksins voru svo hrikaleg spenna,  Stjarnan sótti á okkur en við náðum að svara og hrikaleg barátta í okkar liðið sem kláraði þennan leik.  Þvílíkur leikur og bara alvöru úrslitaleikur af bestu sort.  Við kláruðum leikinn 27-26 og stelpurnar okkar Íslandsmeistarar 2017.
Leikurinn í heild var hin besta skemmtun, mikið af misstökum, allskonar  mörk, tekið á vörn og  Guðrún hreint út sagt frábær í markinu, var valinn besti maður úrslitakeppninnar, því líkur leikmaður.
Við gerðum full mikið af misstökum í þessum leik fyrir minn smekk en hverjum er ekki sama þegar maður vinnur, margir leikmenn sem stigu upp en allir okkar leikmenn dásamlegir í þessum leik.
Það var gríðarlega gaman á þessu leik, fullt hús, stemming á pöllunum og ekki hægt að biðja um meira en að vinna Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli.  Þetta var 21 Íslandsmeistaratitill FRAM í handbolta kvenna og ég lofa því að þetta verður ekki sá síðasti.

Til hamingu stelpur og til hamingju FRAMarar.

Takk fyrir veturinn

ÁFRAM FRAM

Fullt af myndum hjá jóa á eftir kíkið á þetta http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!