Heimir Ríkarðsson landsliðsþjálfari Íslands U17 hefur valið æfingahóp fyrir U-17 ára landslið karla en liðið æfir helgina 24 – 26. maí. Liðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátið Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo leikmenn í þessum æfingahópi en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:
Ólafur Haukur Júlíusson Fram
Viktor Gísli Hallgrímsson Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM