Um helgina fór fram uppskeruhátið Handknattleiksdeildar FRAM. Eins og venjulega var fjör og fjölmenni en um 130 manns mættu í matinn.
Siggi Tomm og Gummi Kolbeins sáu um matinn að vanda og þótti þeim takst mjög vel til að þessu sinni.
Veitt voru verðlaun fyrir áfangaleiki, efnilegustu leikmenn, miklvægustu leikmenn og auðvitað bestu leikmenn.
Áfangaleikir:
400 leikir Marthe Sördal
400 leikir Sigurbjörg Jóhannsdóttir
200 leikir Steinunn Björnsdóttir
100 leikir Elísabet Gunnarsdóttir
100 leikir Guðrún Ósk Maríasdóttir
100 leikir Hildur Þorgeirsdóttir
100 leikir Hulda Dagsdóttir
Hreinlega magnað að vera búinn að spila 400 leiki fyrir FRAM.
Þá voru valdir efnilegustu, mikilvægustu og bestu leikmenn flokkanna.
Efnilegasti leikmaður FRAM í mfl. kvenna var valinn Lena Margrét Valdimarsdóttir
Efnilegasti leikmaður FRAM í mfl. karla var valinn Viktor Gísli Hallgrímsson
Mikilvægasti leikmaður FRAM í mfl. karla var valinn Arnar Bikrir Hálfdánsson
Mikilvægasti leikmaður FRAM í mfl. kvenna var valinn Guðrún Ósk Maríasdóttir
Besti leikmaður FRAM í mfl. kvenna var valinn Steinunn Björnsdóttir
Besti leikmaður FRAM í mfl. karla var valinn Andri Þór Helgason
Sú skemmtilega nýbreytini var tekinn upp fyrir nokkrum árum að salurinn velur besta leikmann karla og kvenna. Þ.e að þjálfara völdu ekki bestu leikmenn félagisins heldur allir þeir sem komu að starfinu í vetur og hefur það tekist. Síðan var dansað fram á nótt og allir fóru hressir og kátir í háttinn.
Vel heppnuð hátið sem tókst vel, til hamingju FRAMarar
ÁFRAM FRAM