Við FRAMarar hreinlega sópuðum að okkur verðlaunum á lokahófi HSÍ sem haldið var í Gullhömrum í gærkveldi. Það er varla hægt að biðja um betri endi á frábærum vetri hjá okkar frábæta handboltafólki.
Steinunn Björnsdóttir var valin besti leikmaður Olís-deilda kvenna og ekki nóg með það heldur var
Viktor Gísli Hallgrímsson valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.
Steinunn var ekki hætt því hún var valin besti varnarmaður deildarinnar sem kemur fáum á óvart. Steinunn hlaut einnig Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Það eru þjálfarar liða í úrvalsdeildinni sem velja mikilvægustu leikmenn úrvalsdeildarinnar hverju sinni og er þessi bikar því mikil viðurkennig fyrir Steinunni.
Guðmundur Helgi Pálsson og Stefán Arnarson, þjálfarar okkar FRAMara voru valdir þjálfarar ársins. Það verður bara að teljast ansi gott að eiga báða þjálfara ársins að þessu sinni.
Guðrún Ósk Maríasdóttir var valinn besti markvörður Olís-deildar kvenna og það val kom reyndar ekki heldur á óvart því Guðrún lék gríðarlega vel í vetur.
Að lokum fékk Andri Þór Helgason háttvisíverðlaun HDSÍ sem veitt erum þeim leikmann sem þykir skara framúr í háttvísi innan vallar sem utan.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau verðlaun sem við FRAMarar fengum í kvöld.
Háttvísiverðlaun HDSÍ karla 2017:
Andri Þór Helgason – Fram
Besti varnarmaður Olís deildar kvenna 2017:
Steinunn Björnsdóttir – Fram
Besti markmaður Olís deildar kvenna 2017:
Guðrún Ósk Maríasdóttir – Fram
Sigríðarbikarinn 2017:
Steinunn Björnsdóttir – Fram
Besti þjálfari í Olís deildar kvenna 2017:
Stefán Arnarson – Fram
Besti þjálfari í Olís deildar karla 2017:
Guðmundur Helgi Pálsson – Fram
Efnilegast leikmaður Olís deildar karla 2017:
Viktor Gísli Hallgrímsson – Fram
Besti leikmaður í Olís deildar kvenna 2017:
Steinunn Björnsdóttir – Fram
Sannarlega frábært kvöld fyrir okkur FRAMara en kvöldið hófst á flottu boði í bílaumboðið Öskju, en KIA var aðalstyrktaraðili FRAM í vetur og þökkum við þeim fyrir frábærar móttökur í gær og stuðning í vetur.
Innilega til hamingju FRAMarar við erum gríðarlega stolt af ykkur.
ÁFRAM FRAM
Hann Jói Krsitins var auðvitað á svæðinu og tók mikið af glæsilegum myndum kíkið á þetta allt hér http://frammyndir.123.is/pictures/