Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta hefur valið 22 leikmenn til að taka þátt í æfingum í Reykjavik dagana 6 – 18. júní næstkomandi.
Landsliðið mun svo í júlí halda til Danmerkur þar sem liðið leikur æfingaleiki gegn dönskum félagsliðum en í haust hefst svo undankeppni fyrir EM í Frakklandi 2018.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessu æfingahópi en Steinunn Björnsdóttir getur ekki verið með að þessu sinni vegna meiðsla.
Þær sem voru valdar frá FRAM er:
Guðrún Ósk Maríasdóttir Fram
Ragnheiður Júlíusdóttir Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM