fbpx
heiðrún Dís framlegnir við FRAM

Heiðrún Dís Magnúsdóttir framlengir við FRAM

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi við Heiðrúnu Dís Magnúsdóttur markmann.
Heiðrún er fædd í október 1999 og verður því 18 ára í haust.

 Heiðrún er uppalin í Fram og hefur spilað þar allan sinn feril í yngriflokkum félagsins.  Hún spilaði mjög vel með 3. flokki kvenna s.l. vetur og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu í febrúar.

 Heiðrún hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands og var fyrir skömmu valinn í æfingahóp fyrir U-19 ára landsliðið sem tekur þátt í Scandinavian OPEN í sumar.

 Samningur Fram og Heiðrúnar er til tveggja ára.

 Það er Handknattleiksdeild Fram sérstakt ánægju efni að hafa gengið frá nýjum samningi við Heiðrúnu.

 Áfram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!