Heimir Ríkarðsson landsliðsþjálfari Íslands U17 hefur valið tvo hópa fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátið Evrópuæskunnar í lok júlí.
Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Æfingar hefjast 9 júní.
Við FRAMarar eigum tvo fulltrúa í liðinu sem fer á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og þeir eru:
Ólafur Haukur Júlíusson Fram
Viktor Gísli Hallgrímsson Fram
Gangi ykkur vel drengir.
ÁFRAM FRAM