Um helgina var Set-mótið í fótbolta haldið á Selfossi, mótið er fyrir 6. fl. karla yngri, stráka fædda árið 2008. Það var gríðarlegur fjöldi liða á mótinu eða um 100 lið, en sem dæmi þá var leikið á 16 völlum samtímis á laugardag og sunnudag.
Við FRAMarar sendum 8 lið til keppni og var árangur góður, öll okkar lið spiluðu vel og strákarnir skemmtu sér einstaklega vel. Veður var frábært á mótinu og það gerir allt svo miklu léttara.
Strákarnir okkar í Set-deildinni efstu deildinn gerðu sé lítið fyrir og unnu mótið sem verður að teljast frábær árangur enda mikið af flottum fótboltastrákum í FRAM.
Viktor Bjarki Daðason var svo valinn leikmaður mótisins sem er glæsilegt.
Til hamingju FRAMarar