Um helgina fór hið árlega TM-Pæjumót fram en þetta var í 28 skiptið sem mótið fer fram. Mótið fór vel fram í alla staði, 26 félög sendu 84 lið til keppni í mótinu en þátttakendur voru um 700.
Fram sendi 3 lið til keppni eða 24 stelpur. Liðin stóðu sig öll frábærlega og enduðu öll liðin á verðlauna palli í sínum riðlum. Lið 3 fékk brons í keppninni um Stígandabikarinn, lið 2 fékk líka brons í keppninni um Gullbergsbikarinn og lið 1 fékk gullverðlaun í keppninni um Bergsbikarinn en þess má geta að alls var keppt um 10 bikara á mótinu.
Stelpurnar skemmtu sér konunglega á mótinu og mikil samstaða var í hópnum bæði hjá stúlkunum og ekki síður hjá foreldrunum.
Fulltrúi Fram í leik landsliðsins og pressuliðsins að þessu sinni var Bergdís Sveinsdóttir og stóð hún sig með sóma fyrir félagið.
Félagið vill þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og þjálfurum flokksins, sem koma að skipulagi þessarar ferðar og halda utan um að skapa ógleymanlegar minningar fyrir börnin okkar.
Það má því segja að framtíðin í kvenna knattspyrnunni hjá félaginu sé björt og verður svo sannarlega gaman að fylgjast með stúlkunum í framtíðinni.
Áfram Fram