Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 17 leikmenn til að taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavik og Kaupmannahöfn 24 – 30. júlí.
Liðið mun æfa fyrstu þrjá dagana í Reykjavík en ferðast svo til Kaupmannahafnar þar sem spilað verður við danska liðið Köbenhavn HB og sænska meistaraliðið H65 Höör. Auk þess verður æft með danska liðinu.
Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust með leikjum gegn Danmörku og Tékklandi í lok september.
Við FRAMarar eigum fjórar stelpur í þessum landsliðshópi Íslands en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Guðrún Ósk Maríasdóttir Fram
Karen Knútsdóttir Fram
Ragnheiður Júlíusdóttir Fram
Þórey Rósa Stefánsdóttir Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM