fbpx
Ragnheiður bikar vefur

Fjórar frá FRAM í A landsliði Íslands í handbolta

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 17 leikmenn til að taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavik og Kaupmannahöfn 24 – 30. júlí.

Liðið mun æfa fyrstu þrjá dagana í Reykjavík en ferðast svo til Kaupmannahafnar þar sem spilað verður við danska liðið Köbenhavn HB og sænska meistaraliðið H65 Höör. Auk þess verður æft með danska liðinu.

Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust með leikjum gegn Danmörku og Tékklandi í lok september.
Við FRAMarar eigum fjórar stelpur í þessum landsliðshópi Íslands en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Guðrún Ósk Maríasdóttir             Fram
Karen Knútsdóttir                           Fram
Ragnheiður Júlíusdóttir                 Fram
Þórey Rósa Stefánsdóttir             Fram

Gangi ykkur vel.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!