Í síðustu viku fór Orkumótið í fótbolta fram í Vestmannaeyjum, mótið er fyrir 6. fl. karla eldri, stráka fædda árið 2007. Þetta er eitt elsta og rótgrónasta fótboltamót sem haldið er að Íslandi ár hvert og mikil upplifun fyrir strákana að mæta á þetta flotta mót.
Það var gríðarlegur fjöldi liða á mótinu eða 108 lið og komast færri að en vilja því mótið er núna það stórt að hvert lið getur bara sent ákveðin fjölda lið á mótið.
Við FRAMarar sendum 4 lið til keppni og var árangur góður, öll okkar lið spiluðu vel sérstaklega þegar leið á mótið, voru þjálfarar ánægðir með árangurinn og frammistöðu strákanna.
Allir skemmtu sér einstaklega vel og fóru sælir heim til Íslands aftur.
Varnartröllið Patrekur Sigurðsson var valinn í landslið mótsins og var fulltrúi FRAM í leik Landsliðsins og Pressunar sem er alltaf mikill heiður.
Til hamingju FRAMarar