fbpx
FRAM 1 N1 2017 góð vefur

Glæsilegur árangur 5. fl.karla á N1 mótinu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Undanfarnar vikur hafa krakkarnir okkar í fótbolta tekið þátt í hverju stórmótinu á fætur öðru og má segja að lokahnykkurinn í mótröð drengjanna hafi lokið um síðustu helgi þegar N1 mótið í 5. fl.karla fór fram á Akureyri.

N1 mótið er sennilega fjölmennasta mótið sem haldið er á landinu þetta árið, 188 lið frá 40 félögum og keppendur í kringum 1900.
Við FRAMarar sendum hvorki fleiri né færri en 9 lið á mótið tæplega 90 strákar sem mættu á mótið í ár sem er sannarlega frábært.
Árángur og frammistaða okkar FRAMara á mótinu var mjög góð, mikið af alvöru leikjum og mörg lið að spila gríðarlega vel.
Lið 1 og lið 6 unnu sínar deildir og urðu N1 mótsmeistarar auk þess sem mörg lið náðu mjög langt í mótinu sem verður að teljast frábært á svona stóru móti. „Fram er að festa sig í sessi meðal bestu yngri flokka landsins og verður árangurinn alltaf betri með árunum“ var  haft eftir þjálfurum FRAM að mótinu loknu, við tökum undir þessi orð þjálfara.
Mótið fór vel fram í alla staði, foreldraráð og allir sem komu að skiplagi mótsins stóðu sig frábærlega og eiga hrós skilið fyrir þeirra framlag.
Drengirnir skemmtu sér vel, flott samstaða í hópnum og  fóru allir sáttir og glaðir heim á leið eftir vel heppnað mót á Akureyri.

Til hamingju FRAMarar

ÁFRAM FRAM

P.s mig vantar myndir af hinum liðunum ef þær eru til.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!