Alþjóðaleikar ungmenna fóru fram í Kaunas í Litháen um helgina. Átján reykvísk ungmenni tóku þátt í júdó, sundi og knattspyrnu stúlkna og stóðu sig vel. Hópurinn kom heim með gull í knattspyrnu og silfur í júdó
Knattspyrnulið stúlkna sigraði á mótinu með glæsibrag. Stelpurnar lögðu Szombathely frá Ungverjalandi 3:1 í úrslitaleiknum og Jerúsalem 7:0 í undanúrslitum. Í riðlakeppninni sigruðu þær Kaunas frá Litháen 7:1, Szombathely frá Ungverjalandi 5:0 og Ranana frá Ísrael 8:0.
Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessu úrvalsliði Reykjavíkur en Halldóra Sif Einarsdóttir var valinn í liðið frá FRAM.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar stelpum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
Vel gert Halldóra Sif
ÁFRAM FRAM