Um helgina var haldið eitt stærsta fótboltamót sem haldið er ár hvert, Símamótið í Kópavogi. Á mótið mæta stelpur af öllu landinu og í ár var reiknað með að um 2100 stelpur væru með boltann á tánum þessa helgi. Sannarlega við hæfi að halda svona mót þegar landsliðið okkar í fótbolta er að hefja leik á EM.
Eins og venjulega gekk á ýmsu í veðrinu en ég veit fyrir víst að stelpurnar skemmtu sér konuglega hvort sem það ringdi eða ekki.
Allavega mættu við FRAMarar með stóran hóp stúlkna á mótið.
FRAM sendi 8 lið til keppni í þremur flokkum, rúmlega 50 stelpur sem er frábært.
Stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel, 6. fl. FRAM 4 vann sína deild sem og 7. fl. FRAM 2.
Mörg önnur lið voru að spila gríðarlega vel og voru þjálfarar mjög sáttir við frammistöðuna á mótinu.
6. fl. fékk svo viðurkenningu fyrir heiðarlega framkomu eða “prúðmennsku verðlaun mótsins”, sannarlega glæsilegt stelpur.
Mótið gekk vel í alla staði, foreldraráð, þjálfarar og allir sem komu að skiplagi mótsins stóðu sig frábærlega og eiga hrós skilið fyrir þeirra framlag.
Stelpurnar skemmtu sér allavega vel, mikið fjör og fóru allir sáttir og glaðir heim eftir vel heppnað mót.
Til hamingju FRAMarar
ÁFRAM FRAM