fbpx
Elísabet gegn Haukum vefur

FRAM stelpur sigruðu á Ragnarsmótinu í handbolta

Stelpurnar okkar í handboltanum tóku í vikunni þátt í Ragnarsmótinu í handbolta en mótið fór  fram á Selfossi.  Auk FRAM tóku heimakonur þátt ásamt Val og ÍBV.

Stelpurnar mættu ÍBV í fyrsta leik og var það hörkuleikur sem endaði með sigri FRAM 36-34. Við mættum svo Val í gær og endaði sá leikur líka með sigri 28-25. Mótinu lauk svo í kvöld þegar stelpurnar mættu Selfoss og unnu góðan sigur 32-29. Þar með var ljóst að við yrðum sigurvegarar mótsins í ár, með fullu húsi stiga.

Guðrún Ósk var valinn besti markmaður mótsins en hún leik ljómandi vel.

Stelpurnar eru núna á fullu að undirbúa sig fyrir veturinn og ætla að spila í Noregi um helgina. Liðið heldur til Ósló á morgun og munu leika þar þrjá leiki á æfingamóti sem haldið er rétt fyrir utan Ósló um helgina.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0