Stelpurnar okkar í handboltanum tóku í vikunni þátt í Ragnarsmótinu í handbolta en mótið fór fram á Selfossi. Auk FRAM tóku heimakonur þátt ásamt Val og ÍBV.
Stelpurnar mættu ÍBV í fyrsta leik og var það hörkuleikur sem endaði með sigri FRAM 36-34. Við mættum svo Val í gær og endaði sá leikur líka með sigri 28-25. Mótinu lauk svo í kvöld þegar stelpurnar mættu Selfoss og unnu góðan sigur 32-29. Þar með var ljóst að við yrðum sigurvegarar mótsins í ár, með fullu húsi stiga.
Guðrún Ósk var valinn besti markmaður mótsins en hún leik ljómandi vel.
Stelpurnar eru núna á fullu að undirbúa sig fyrir veturinn og ætla að spila í Noregi um helgina. Liðið heldur til Ósló á morgun og munu leika þar þrjá leiki á æfingamóti sem haldið er rétt fyrir utan Ósló um helgina.
ÁFRAM FRAM