Unglingaráð knattspyrnudeildar Fram auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins.
Um er að ræða alla yngri flokka félagsins en það telst frá og með 8. flokki til og með 3. flokki karla og kvenna. Starfið felst í almennri þjálfun og kennslu, þátttöku í keppnum og á mótum.
Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.
Umsóknir skulu sendast á netfangið framunglingarad@gmail.com eða jg@transatlantic.is
eða hafa samband í síma 898-5521 eða 697-5278.
Unglingaráð