Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningum við tvo af sínum reyndari leikmönnum í meistaraflokki kvenna. Þetta eru þær Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir.
Sigurbjörg Jóhannsdóttir
Sigurbjörg er uppalin í Fram og hefur leikið þar allan sinn feril.
Hún leikur í stöðu miðjumanns/leikstjórnanda en getur leyst allar stöður fyrir utan á vellinum.
Sigurbjörg lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fram veturinn 2003 – 2004 og hefur hún leikið yfir 400 leiki með meistaraflokki Fram.
Síðast liðinn vetur lék hún alla leiki Fram í deild og bikar, alls 34 leiki og skoraði í þeim 111 mörk.
Samningur Fram og Sigurbjargar er til tveggja ára.
Hildur er uppalin FH ingur en kom til Fram fyrir tímabilið 2009 – 2010.
Hildur leikur í stöðu hægri skyttu.
Hildur lék með Fram þar til hún hélt út í atvinnumennsku til Þýskalands. Hún gekk síðan aftur til liðs við Fram fyrir tveimur árum þegar hún snéri heim að nýju.
Hildur hefur leikið yfir 100 leiki með meistaraflokki Fram.
Síðast liðinn vetur lék hún alla leiki Fram í deild og bikar, alls 34 leiki og skoraði í þeim 113 mörk
Samningur Fram og Hildar er til tveggja ára.
Það er Fram mikið ánægjuefni að geta enn og aftur fengið að njóta krafta þessara tveggja öflugu leikmanna í baráttunni í vetur.
Handknattleiksdeild FRAM