Á morgun föstudaginn 8. sept. ætlum við FRAMarar að skrifa undir nýjan samning við Reykjavíkurborg um uppbyggingu íþróttamannvirkja FRAM í Úlfarsárdal.
Skrifað verður undir samninginn í Úlfarsárdal kl. 16:30 og er það von okkar að sem felstir FRAMarar og íbúar í FRAM hverfum látið sjá sig við undirskriftina á morgun.
Iðkendur eru sérstaklega hvattir til að mæta og klæðast FRAMfötum, litum svæðið blátt.
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins FRAM