fbpx
Sibba með bikarinn vefur

FRAM stelpur meistarar meistaranna

Í kvöld hófst keppnistímabilið í handbolta kvenna fyrir alvöru þegar Fram mætti Stjörnunni í leik meistarameistaranna, í Safamýrinni.

Bæði lið eru með nokkuð breytta leikmannahópa frá því í vor.

Stjarnan byrjaði betur en Fram náði þó fljótlega að jafna leikinn þegar leið á undir lok fyrri hálfleiks.  Í lok hálfleiksins náði þó Stjarnan aftur forystu og leiddu í hálfleik 13 – 17.  Fram að flýta sér of mikið í sókninni og gerði mikið af mistökum og fengu hraðaupphlaup í bakið.

Fram byrjað seinni hálfleikinn ágætlega og náði fljótlega að minnka muninn í eitt mark 18 – 19.  Eftir það var leikurinn jafn fram undir lokin þegar Fram náði forskoti og sigraði að lokum 30 – 27.

Fram að spila ágætlega í sókninni sérstaklega þegar mistökunum fækkaði í seinni hálfleik.  Sigurbjörg átti frábæran leik í sókninni sérstaklega síðustu 10 mínúturnar þegar hún skoraði 6 mörk af síðustu 8 mörkum Fram.

Varnarlega var Fram í svolitlum vandræðum með skyttur Stjörnunnar, sérstaklega framan af leik, en vörnin batnaði þegar leið á leikinn.

Guðrún Ósk stóð í markinu og stóð sig eins og vanalega – mjög vel – með 17 varða bolta.

Mörk Fram skoruðu:Sigurbjörg 9, Þórey Rósa 7, Ragnheiður 5, Karen 3, Hildur 3, Elísabet 2 og Marthe 1.

En leikurinn var ekki áfallalaus.  Karen meiddist undir lok fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu.  Ragnheiður J fékk beint rautt spjald um miðjan seinni hálfleik.

Flottur leikur á margan hátt og frábær sigur.

Næsti leikur er á móti Gróttu næstkomandi þriðjudag – fyrsti leikur í OLÍS deildinni í vetur.

Áfram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!