A dómarapróf – fyrir þá sem hafa ekki tekið dómarapróf.
Unglingaráð Fram er með A dómarapróf fyrir alla iðkendur þriðjudaginn 26. september kl. 19:30 í Safamýri. Það er “skyldumæting” fyrir alla iðkendur sem hafa ekki A próf og eru á eldra ári í 4. flokki, 3. flokki eða meistaraflokki.
Það verður listi á staðnum yfir hverjir hafa skráð A próf í dag.
Prófið fer þannig fram að dómari frá HSÍ kennir það sem krafist er þekkingar á til A prófs og síðan er prófið tekið. Kennslan er áætluð einn og hálfur tími. Prófið er áætlað hálftími. Niðurstaðan er leynileg.
Þeir sem eru á æfingu á sama tíma eiga að fara í prófið, þjálfarar sjá til þess.
Til að fá prófið staðfest þarf iðkandi að dæma minnst einn leik á næsta fjölliðamóti í Safamýri, með dómara sem hefur B eða C próf og fá viðunandi umsögn. (næsta fjölliðamót er 6. flokkur).