fbpx
Andri

Tap gegn Haukum í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum léku í gær sannkallaðan felu“leik“ þegar þeir mættu Haukum að Ásvöllum.  Mér skildist að það hefðu verið sex áhorfendur í húsinu þegar leikurinn hófst en ekki var viðlit að fá leikinn færðan um dag.  Frekar sérstakt að spila leik í Olísdeildinni á sama tíma og landsleik sem skiptir svona miklu máli.  En hvað um það, leikurinn fór fram og það fjölgaði smátt og smátt í húsinu en lítil stemming eins og gefur að skilja.

Við byrjuðum leikinn ágætlega en misstum þá Þorgeir og Arnar Bikri út strax í upphafi leiks, báðir meiddir.  Staðan eftir 15 mín. 6-4.  Það var eins og við misstum aðeins trúna en leikurinn í jafnvægi þó við værum að elta.  Staðan eftir 20 mín. 10-8.
Það var svo lokakafli hálfleiksins sem fór algjörlega með þennan leik, við að spila skelfilega sóknarlega og fengum á okkur mörk í röðum.  Við fengum á okkur ellefu mörk sem gengur ekki. Staðan í hálfleik 21-14.
Það er í góðu lagi að skora 14 mörk en að fá á sig 21 er ekki ásættanlegt. Ljóst að síðari hálfleikur yrði erfiður eftir þennan lokakafla hálfleiksins.
Síðari hálfleikur var svo aldrei spennandi, við náðum aldrei að ógna Haukum að ráði, það komu ágætir kaflar hjá okkur en náðum aldrei að fylgja því eftir.  Staðan eftir 45 mín. 29-22.
Leikurinn var lítið fyrir augað, við að gera mikið af mistökum sóknarlega og varnarlega vorum við slakir.
Lokatölur í gær  39-30.
Ljóst að við þurfum að spila mun betur bæði í sókn og vörn, ekkert að því að skora 30 mörk en því miður dugði það engan veginn í gær.  Við erum í smá vandærðum með leikmenn, meiðsl sem eru að trufla okkur núna en þá þurfa aðrir að stíga upp og halda haus.  Nú þurfa leikmenn að stíga upp og sýna úr hverju þeir eru gerðir.
Við sáum ný andlit í leiknum í gær sem er flott, þessir strákar sem mættu á gólfið í gær eiga eftir að nýtast okkur vel þegar líður á mótið.

Næsti leikur er á heimavelli á sunnudag kl. 20:00 gegn Gróttu, hvet FRAMara til að mæta á þann leik og styðja strákana.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!