Geir Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta hefur valið Afrekshóp karla sem æfir 25. – 28. október næstkomandi.
Þessi hópur er fyrst og fremst hugsaður til undirbúnings fyrir þá leikmenn sem hugsanlega gætu komið inn í A landsliðið á næstu árum og Einar Guðmundsson mun stýra æfingum hópsins.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessu æfingahópi en Vikor Gísli Hallgrímsson var valinn að þessu sinni.
Viktor Gísli hef einnig verið valinn í æfingahóp Íslands U20 en þessi lið munu meðal annars spila æfingaleiki sín á milli.
Viktor Gísli Hallgrímsson FRAM
Gangi þér vel Viktor Gísli.
ÁFRAM FRAM