Handknattleikssamband Íslands mun eftir áramót fara af stað með hæfileikamótun fyrir yngri leikmenn Íslands.
Ætlunin er að hitta hvern hópa nokkrum sinnum á ári og mun fyrsti hópur kvenna, stelpur fæddar árið 2004 koma saman til æfinga sunnudaginn 7. janúar í TM-höllinni í Garðabæ.
Valinn hefur verið hópur í verkefnið og er ætlunin að kalla hópinn svo aftur saman fyrir páska og í byrjun júní.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum úrtakshópi en Sara Xiao og Elín Bjarnadóttir voru valdar frá FRAM að þessu sinni.
Sara Xiao FRAM
Elín Bjarnadóttir FRAM
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM