Stefán Arnarson og Hrafnhildur Skúladóttir landsliðsþjálfarar Íslands U20 kvenna hafa valið 24 stúlkur til æfinga milli jóla og nýárs. Eru þessar æfingar liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem fram fer í mars en stúlkurnar hittast aftur helgina 5 – 7. janúar á næsta ári.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum undirbúningshópi en auk þess eru þrjár stelpur frá FRAM til taks ef einhver forföll verða í hópnum.
Þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Heiðrún Dís Magnúsdóttir FRAM
Lena Margrét Valdimarsdóttir FRAM
Til vara
Harpa María Friðgeirsdóttir FRAM
Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttr FRAM
Svala Júlía Gunnarsdóttir FRAM
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM